Uppskeruhátíð 2018

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings verður haldin í Norður  laugardaginn 27. október húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00
Þar mun Hringur veita sínar árlegu viðurkenningar einnig mun Hrossaræktardeildin veita sínar viðurkenningar svo borðum við góðan mat og skemmtum okkur saman. Boðið verður uppá 3ja rétta matseðil. Opinn bar er á staðnum þar sem hægt verður að kaupa sér drykkjarföng.  Verði er stillt í hóf og niðurgreiðir Hringur matinn sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á árinu og er miðaverð krónur 3.000 á félagsmenn og 5.000 fyrir aðra gesti. Verðum svo með létta stemningu fram eftir kvöldi.
Við pöntunum taka Brynhildur Jónsdóttir í síma 616 8022 og Bergþóra Sigtryggsdóttir í síma 895 7906 eða á netfangið brekka80@simnet.is og skrá þarf fyrir kl 20:00 fimmtudaginn 25.10.2017. 

ATH ekki verður hægt að bæta við listann eftir það.

LH þing 2018

LH þing var haldið nú um helgina á Akureyri

þar voru tveir félagar úr Hring sæmdir merki LH

voru það þeir 

Ármann Gunnarsson og Þorsteinn Hólm Stefánsson,

óska ég þeim til hamingju með þá viðurkenningu sem

er að hljóta merki Landssambands hestamanna.

 

 

 

 

 

 

 

Annar skemmtilegur viðburður átti sér stað á þinginu og var það að Hringur hlaut Æskulýðsbikar LH 2018  fyrir frábært og fjölbreytt æskulýðsstarf. Ég vil nota tækifærið og óska öllum félagsmönnum til hamingju með þann árangur og fær Æskulýðsnefndin og kennararnir okkar sérstakt auka hrós fyrir vel unnið starf í þágu félagsins.

 

                Með bestu kveðju frá formanni Hrings.

 

 Helga B. Helgadóttir formaður Æskulýðsnefndar LH afhenti bikarinn.

Stóðréttir og dansleikur 6.okt

Stóðréttarball Hrings
verður að Rimum í Svarfaðardal laugardaginn 
6. október
Stulli og Danni ætla að halda danstaktinum fyrir okkur
hefja þeir leika um kl 23:00 og verða að til kl 3:00

Miðaverð er 3.000 *** aldurstakmark 16 ára                                                                                                     

Það er upplagt að hita upp og skella sér á stóðréttir í Tungurétt
sem hefjast um kl 13:00 og fá sér kaffi á frábæru kaffihlaðborði.
ath komið er að rétt milli kl 12:00 og 13:00.

Beitarhólf í Ytra Holti

Opnað var fyrir að hross í Sauðanesi þann 1.október og þeir sem eru með hross í hagagöngu hjá félaginu er heimilt að sleppa þar.

Stefnt er á að loka beitarhólfum í landi Ytra-Holts 20. október og viljum við biðja þá sem enn eru með hross þar að tæma hólfin sem fyrst.
 
Nefndin

Árangur knapa 2018

Þá er keppnisvertíðin að enda þetta árið.  Eins og undanfarin ár viljum við biðja þá knapa sem hafa tekið þátt í mótum á árinu um að safna saman árangri sínum og fylla út eyðublað sem sent var með tölvupósti til félagsmanna í síðustu viku og skila sem fyrst eða í síðasta lagi 20. október 2018 og við munum tilnefna íþróttamann Hrings eftir útreikninga byggða á þeim upplýsingum.
Vinsamlega sendið upplýsingarnar á póstfangið:hringurdalvik@hringurdalvik.net
Íþróttamaður Hrings verður fulltrúi Hrings við val á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.
 
Stefnt er að því að vera með uppskeruhátíð Hrings 27. október þar sem m.a. verður upplýst hver hlítur þennan titil. Nánari upplýsingar um þann viðburð verða sendar út síðar.

Stjórnin.