Skeiðmót Náttfarafélagsins

Skeiðfélagið Náttfari heldur punktamót í Hringsholti Dalvík, miðvikudaginn 28. júní kl. 19:30. Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add (ath. mótshaldari er Hringur). 

Skráningu líkur á miðnætti á þriðjudaginn.

Skráningargjaldið er 1500 kr. og greiðist á staðnum i peningum. Ekki er posi á staðnum. Keppt verður í 100m flugskeiði.

Við hvetjum alla áhugamenn um skeið að mæta, sérstaklega væri gaman að sjá keppendur úr Áhugamannadeild G. Hjálmarssonar mæta á svæðið og þá sem stefna á Íslandsmót. 

Skeiðfélagið Náttfari