árangur knapa 2017

Þá er keppnisvertíðin að enda þetta árið og styttist í þá næstu.  Eins og undanfarin ár viljum við biðja þá knapa sem hafa tekið þátt í mótum á árinu um að safna saman árangri sínum og fylla út eyðublað sem er að finna á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net  vinstramegin á síðunni undir flipanum "um félagið" - "eyðublöð"  og skila sem fyrst eða í síðasta lagi 15. október 2017 og við munum tilnefna íþróttamann Hrings eftir útreikninga byggða á þeim upplýsingum.
Vinsamlega sendið upplýsingarnar á póstfangið:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Íþróttamaður Hrings verður fulltrúi Hrings við val á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.
 
Stefnt er að því að vera með uppskeruhátíð Hrings 4 nóvember þar sem m.a. verður upplýst hver hlítur þennan titil. Nánari upplýsingar um þann viðburð verða sendar út síðar.

Stjórnin.