Gæðingamót 2018

Gæðingakeppni Hrings og úrtaka

Dagskrá

Mótið hefst kl 16:00 föstudaginn 15 júní

B-flokkur forkeppni

Hlé

A-flokkur forkeppni

Laugardagur 16 júní. Dagskrá hefst kl 08:30

Ungmennaflokkur forkeppni

Unglingaflokkur forkeppni

Barnaflokkur forkeppni

Tölt T1 forkeppni

Hlé kl 13:00 Ísland – Argentína, leikur sýndur í félagsaðstöðu Hrings

Úrslit hefjast að leik loknum kl 15:10

Register to read more...

Hólf í Hringsholti opnun

Opnun hólfa við Hringsholt verður mánudaginn 11. júní.

Eigendur hrossa í Dalvíkurhólfi eru vinsamlega beðnir um að taka þau úr því hólfi fyrir 24. júní.

Áður en hrossum er sleppt í haga við Hringsholt þá vinsamlega hafið samband við Steinar í síma 466 1456 eða 862 2456.

Munið að ganga þarf frá greiðslu áður en hestum er sleppt.

Haganefnd.

 

Aðalfundur Hrings 2018

Aðalfundur Hestamannafélagsins Hrings verður haldinn í Hringsholti þriðjudaginn 3. apríl kl 19:00. 

Dagskrá aðalfundar:

 1. Fundarsetning
 2. Inntaka nýrra félaga/úrsagnir
 3. Skýrsla stjórnar
 4. Afgreiðsla reikninga
 5. Kosningar:
    1.       Formaður til tveggja ára
  1.       Einn aðalmaður í stjórn til tveggja ára
  2.       Tveir varamenn til tveggja ára
  3.       Endurskoðendur
  4. Önnur mál.

Við viljum hvetja alla félagsmenn til að mæta á fundinn, sérstaklega nýja félaga til að kynna sér starf félagsins.  Ath. að samkvæmt reglum félagsins eru þeir sem verða 17 ára á árinu fullgildir félagar og hafa atkvæðarétt á fundinum.

Veitingar verða í boði á fundinum.

Með bestu kveðju og von um að sjá sem flesta.

Stjórn Hrings

1. maí reiðtúr og kaffi

Þann 1. maí verður farið í árlega reiðtúrinn fram í Bakka.

Lagt verður af stað kl.12:00 frá suðurenda Hringsholts.
Farið verður fram í Bakka, tekið stutt stopp og svo riðið heim aftur.
Reiknað með að vera kominn heim um 14:00 - 15:00

Kl.14:30 mun fjáröflunarnefnd standa fyrir kaffihlaðborði í félagsaðstöðunni

1.500 kr. fyrir 13 ára og Eldri
500 kr. fyrir 6 - 12 ára
Frítt fyrir 5 ára og yngri

ATH. Ekki posi á staðnum

Meistaradeild Fimmgangur

Fimmtudaginn 1. mars verður keppt í Fimmgangi F1 og hefst keppni kl 19:00 við munum hafa opið í Hringsholti fyrir þá sem vilja koma þar saman til að horfa á og opnum salinn um kl 18:45