Dýralæknir í Hringsholti

Það hefur verið ákveðið að prófa að hafa fasta viðveru dýralæknis í Hringsholti og verður það á fimmtudögum frá 14.30-18.30.
Það er Helga Gunnarsdóttir dýralæknir sem mun koma og verður hún með aðsetur í húsi nr. 20 (hjá Lilju Björk og Villa)
tilraunin hefst strax næsta fimmtudag 01.03.
Helga verður með fast allt sem þarf í svona tíma, lyf, raspa, vélraspa, laser o.s.frv. ef eitthvað sérstakt er þá vinsamlega hafið samband við hana með fyrirvara.
Gott er að panta tíma ef þið eruð ákveðin um að nota þjónustuna og/eða þið þurfið ákveðin tíma, annars verður líka hægt að droppa til hennar á staðnum.

Síminn hjá Helgu er 861-6950

Vetrarmót 4.mars

VETRARMÓT HRINGS

Hestamannafélagið Hringur heldur Vetrarmót sitt sunnudaginn 4 mars. Ef aðstæður leyfa verður skoðað að hafa mótið á Hrísatjörn en stefnt er að halda mótið á Hringsvelli.  Keppt verður í tölti opnum flokki og 100m skeiði. Skráning skal fara fram með tölvupósti á netfangið felix@norfish.is fyrir kl. 20:00 föstudaginn 2. mars. Skráningargjald er 2500 kr. á fyrstu skráningu og 2000 kr. á skráningar eftir það.  Ath. að tveir dómarar munu dæma saman í Töltinu og tímataka í skeiði verður á rafræn.

Skráningargjald þarf að leggja inná reikning hestamannafélagsins kt. 540890-1029, reikn: 0177-26-175 tilvísun "ísmót" kvittun sendist á felix@norfish.is

Skráning telst gild þegar greiðsla hefur borist.

Mótið hefst kl 11:00 og skulu knapar vera mættir 10:30

Skráningar á fyrra auglýst mót halda sér nema þær sem óskað var eftir endurgreiðslu. Vinsamlega látið vita ef þið viljið ekki láta skráninguna gilda.

Upplýsingar um mótið veitir Þorsteinn Hólm í síma 867 5678 og Felix í 898-9895

kv.

Mótanefnd

Vetrarmót frestun

Búið er að ákveða að fresta Vetrarmóti Hrings, ástæður þess eru mikil hlákuspá og að Léttir er með tvö mót 24.febrúar.

Mótið verður auglýst aftur þegar búið er að ákveða dag.

 

kv.

Mótanefnd Hrings

Vetrarmót frestun 2

Búið er að ákveða að fresta Vetrarmóti Hrings, ástæður þess eru mikil hlákuspá og að Léttir er með tvö mót 24.febrúar.

Mótið verður auglýst aftur þegar búið er að ákveða dag.

 

kv.

Mótanefnd Hrings

Fyrirlestur 22.02.18

Helga Gunnarsdóttir verður með fyrirlestur

 

Myndaniðurstaða fyrir vet horse clipart

Fimmtudaginn 22. Febrúar klukkan 20:00 ætlar Helga Gunnarsdóttir dýralæknir hjá Dýrey á Akureyri að  vera með fyrirlestur. Hún mun fjalla um uppbyggingu á reiðhestum og keppnishestum fyrir þjálfun og hvernig sé hægt að fyrirbyggja bólgur og önnur eymsli sem geta komið í þjálfun og kemur inná það hvernig hún notar Laser meðferð til að vinna á bólgum og sárum.

Fyrirlesturinn verður í Hringsholti og er öllum opinn, aðgangur ókeypis.

Fræðslunefndin.