Vetrarmóti frestað

Vetrarmóti Hrings sem vera átti laugardaginn 10.febrúar er frestað vegna slæmrar veðurspár.

Stefnt er að því að halda mótið laugardaginn 24.febrúar n.k.

 

Mótanefnd

Meistaradeildin Slaktaumatölt T2

 

Myndaniðurstaða fyrir meistaradeild logo

 

 

Þar sem vel tókst til þegar 4-gangur var sýndur ætlum við nú að sýna Slaktaumatölt T2 fimmtudaginn 15.febrúar í Hringsholti keppnin hefst kl 19:00 og við opnum 18:45

íþróttamaður UMSE

 Í gær hélt UMSE samkomu í Hótel Natur á Þórisstöðum þar sem m.a. var lýst kjöri íþróttamanns UMSE.

Það er gaman að segja frá því að Svavar Örn Hreiðarsson hlaut titilinn íþróttamaður UMSE og hefur hann einnig hlotið titlana Íþróttamaður Hrings og Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar og vill stjórn Hmf. Hrings óska honum til hamingju með þann árangur sem hann hefur náð.

 

Við þetta sama tækifæri hlaut Hmf Hringur Bústólpa/UMSE styrkinn þetta árið fyrir fjölbreytt og ötult æskulýðsstarf undanfarin misseri.  Vill stjórn þakka UMSE fyrir þessa viðurkenningu sem felst í þessum styrk og óskum Æskulýðsnefndinni til hamingju með þennan styrk og þökkum fyrir frábært starf sem þau hafa unnið.

Vetrarmót Hrings, uppfært

                       Vetrarmót Hrings 10 febrúar 2018

 

 Laugardaginn 10. febrúar blæs Hestamannafélagið Hringur til Vetrarmóts/Ísmóts. Ef aðstæður leyfa verður skoðað að hafa mótið á Hrísatjörn en stefnt er að halda mótið á Hringsvellinum á beinu brautinni.  Keppt verður í tölti opnum flokki og 100m skeiði. Skráning skal fara fram með tölvupósti á netfangið felix@norfish.is fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn. 8 febrúar. Skráningargjald er 2500 kr. á fyrstu skráningu og 2.000 kr á allar skráningar eftir það.  Ath. að tveir dómarar munu dæma saman í Töltinu og tímataka í skeiði verður rafræn.

Skráningargjald þarf að leggja inná reikning hestamannafélagsins kt. 540890-1029, reikn: 0177-26-175 tilvísun "ísmót" kvittun sendist einnig á felix@norfish.is

Skráning telst gild þegar greiðsla hefur borist.

Mótið hefst kl 13:00 og skulu knapar vera mættir 12:30. Byrjað verður á skeiði og töltið í framhaldi af því.

Upplýsingar um mótið veitir Þorsteinn Hólm í síma 867-5678 og Felix í síma 898-9895

Mótanefnd Hrings

Endurskin

 

 Nú í skammdeginu er þó nokkuð um

að við hestamenn séum í

útreiðartúrum í ljósaskiptunum 

og/eða í myrkri og oft dökkklædd 

viljum við því minna á

notkun endurskins. 

Allir ættu að geta fundið búnað

sem honum hæfir því úrvalið

á markaðnum er nóg.

 

Sjáumst í myrkrinu – Verum vel upplýst

 

Velunnarar