Laugardagskaffi 2018

kaffiLaugardaginn 13 janúar verður fyrsta "laugardagskaffi,, vetrarins í félagsaðstöðunni í Hringsholti frá kl 9:30 - 11:00.
Þetta verður gert svipað og undanfarin ár, Þeir sem vilja skiptast á að sjá um framkvæmdina svo verður baukur á staðnum þar sem hver og einn getur greitt smá framlag til að kaffið standi undir kostnaði.
kveðja Lilja Björk.

Jólakveðja 2017

 

Uppskeruhátíð 2017

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings verður haldin að Höfninni  laugardaginn 4. nóvember húsið opnar kl 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00
Þar mun Hringur veita sínar árlegu viðurkenningar, borða og skemmta sér saman. Boðið verður uppá 3ja rétta matseðil í forrétt verður Humarsúpa, aðalréttur lambakjöt og meðlæti og sennilega eitthvað súkkulaðisætt í eftirrétt. Drykkjarföng má hver koma með fyrir sig en einnig verður hægt að kaupa eitthvað á staðnum.  Verð er stillt í hóf og niðurgreiðir Hringur kostnaðinn sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf á árinu og er miðaverð krónur 3.000 á félagsmenn og 5.000 fyrir aðra gesti. Verðum svo með létta stemningu fram eftir kvöldi.
Við pöntunum taka Brynhildur Jónsdóttir í síma 616 8022  Bergþóra Sigtryggsdóttir í síma 895 7906 og skrá þarf fyrir kl 20:00 miðvikudaginn 1.11.2017.

Haustfundur - frestun

Ákveðið hefur verið að fresta Haustfundinum sem átti að vera fimmtudaginn 23.11. vegna slæmrar veðurspár alla vikuna.

Haustfundurinn verður mánudaginn 27.11.17.  kl: 20:30 í Hringsholti.

Dagskrá óbreitt frá fyrri auglýsingu.

f.h. stjórnar

Lilja Björk

 

Beitarhólf Ytra-holti

Opnað var fyrir að hross í Sauðanesi þann 7.október og þeir sem eru með hross í hagagöngu hjá félaginu er heimilt að sleppa þar.

Stefnt er á að loka beitarhólfum í landi Ytra-Holts 22.október og viljum við biðja þá sem enn eru með hross þar að tæma hólfin í síðasta lagi sunnudaginn 22.10.2017.
 
Nefndin