Sauðanes

Búið er að opna fyrir sleppingar í Sauðanes.

Athugið að nú er einnig komið hlið að norðanverðu við planið niður að gömlu ruslahaugunum,  þegar búið er að húkka hliðinu úr þá er það orðið straumlaust.

kv.

Hagaráð

Stóðréttardagurinn 2017

Stóðréttarball Hrings
verður að Rimum í Svarfaðardal laugardaginn 7. október
Stulli og Danni ætla að halda danstaktinum fyrir okkur
hefja þeir leika um kl 23:00 og verða að til kl 3:00

Miðaverð er 2.500 *** aldurstakmark 16 ára                                                                                                     

 

Það er upplagt að hita upp og skella sér á stóðréttir í Tungurétt
sem hefjast um kl 13:00 og fá sér kaffi á frábæru kaffihlaðborði.
ath komið er að rétt milli kl 12:00 og 13:00.

Lokaniðurstöður Stórmóts Hrings

Hér eru lokaniðurstöður Stórmóts Hrings 2017

sjá hér :

Register to read more...

árangur knapa 2017

Þá er keppnisvertíðin að enda þetta árið og styttist í þá næstu.  Eins og undanfarin ár viljum við biðja þá knapa sem hafa tekið þátt í mótum á árinu um að safna saman árangri sínum og fylla út eyðublað sem er að finna á heimasíðu félagsins www.hringurdalvik.net  vinstramegin á síðunni undir flipanum "um félagið" - "eyðublöð"  og skila sem fyrst eða í síðasta lagi 15. október 2017 og við munum tilnefna íþróttamann Hrings eftir útreikninga byggða á þeim upplýsingum.
Vinsamlega sendið upplýsingarnar á póstfangið:hringurdalvik@hringurdalvik.net
Íþróttamaður Hrings verður fulltrúi Hrings við val á íþróttamanni Dalvíkurbyggðar.
 
Stefnt er að því að vera með uppskeruhátíð Hrings 4 nóvember þar sem m.a. verður upplýst hver hlítur þennan titil. Nánari upplýsingar um þann viðburð verða sendar út síðar.

Stjórnin.
 

Úrslit laugardagsins 26.08.17.

Úrslit laugardagsins
Barnaflokkur 4.gangur
1. Katrín Ösp Bergsdóttir á Svartálfi
2. Auður Karen Auðbjörnsdóttir Koldísi
3. Margrét ÁstaHreinsdóttir á Randver
Unglingaflokkur 5.gangur
1. Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Hróðný
2. Anna Kristín Auðbjörnsdóttir á Aríu
Barnaflokkur Tölt T3
1. Katrín Ösp Bergsdóttir á Gnótt
2. Auður Karen Auðbjörnsdóttir á Hróðný

 Gæðingaskeið

1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrappur
2. Anna Kristín Friðriksdóttir og Svarti-svanur
3. Sveinn Ingi Kjartansson og Dofri