Heimsmeistaramótsfari

HeklaÞá er búið að gefa út hverjir keppa fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi í ágúst.

Þar á meðal má sjá Hringsfélagan Svavar Örn Hreiðarsson en hann mun keppa á Heklu frá Akureyri í 100mtr, 250mtr og Gæðinga-skeiði.

Við óskum honum til hamingju með þennan heiður og óskum þeim  velfarnaðar.

Skeiðmót Náttfarafélagsins

Skeiðfélagið Náttfari heldur punktamót í Hringsholti Dalvík, miðvikudaginn 28. júní kl. 19:30. Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add (ath. mótshaldari er Hringur). 

Skráningu líkur á miðnætti á þriðjudaginn.

Skráningargjaldið er 1500 kr. og greiðist á staðnum i peningum. Ekki er posi á staðnum. Keppt verður í 100m flugskeiði.

Við hvetjum alla áhugamenn um skeið að mæta, sérstaklega væri gaman að sjá keppendur úr Áhugamannadeild G. Hjálmarssonar mæta á svæðið og þá sem stefna á Íslandsmót. 

Skeiðfélagið Náttfari

Dagskrá Gæðingamóts Hrings

Dagskrá Gæðingamóts Hrings 

Föstudagur 16.júní

kl.20:00   150 mtr skeið

              250 mtr skeið

Laugardagur 17.júní

09:00   Barnaflokkur

           Ungmennaflokkur

           B-Flokkur

           Unglingaflokkur

   Matarhlé

12:45   A-Flokkur

           Tölt T1

   Hlé

16:00   Úrslit - Barnaflokkur

           Úrslit - B-flokkur

           Úrslit - Unglingar

           Úrslit - A-flokkur

           Úrslit - Ungmennaflokkur

           Úrslit - Tölt T1

   Hlé

          100 mtr skeið

Ráslistar verða birtir á fimmtudagskvöld.

Ráslistar Gæðingamóts 2017

Ráslisti Gæðingamóts Hrings 2017, sjá hér að neðan:

Register to read more...

Gæðingamót Hrings 16-17 júní

Helgina 16 - 17 júní mun mótanefnd Hrings halda opið Gæðingamót ásamt Tölti og skeiði, Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur, nefndin áskilur sér rétt til að fella niður greinar ef þátttaka er ekki næg. A úrslit verða riðinn í öllum flokkum en ekki er reiknað með að riðin verði B úrslit nema ef þátttaka verði veruleg.

Keppnisgreinar eru:

Register to read more...