Opnun hólfa við Hringsholt

Opnun hólfa við Hringsholt verður í dag 5.júní.

Eigendur hrossa í Dalvíkurhólfi eru vinsamlega beðnir um að taka þau úr því hólfi fyrir 18. júní.

Áður en hrossum er sleppt í haga við Hringsholt þá vinsamlega hafið samband við Steinar í síma 466 1456 eða 862 2456.

Athugið að ganga þarf frá greiðslu áður en sleppt er.

Haganefnd.

Peysur

Hestamannafélagið mun bjóða uppá peysur frá 66°N til félagsmanna, þeir sem hafa áhuga að panta sér peysu geta fengið að máta :  Sunnudaginn 28.maí frá kl 11:00 til 13:00 í Hringsholti,  mánudaginn 29.maí frá kl 17:00 til 18:00 í Hringsholti og þriðjudaginn 30.maí frá kl 20:00 til 21:00 Skógarhólum 22 (Lilja Guðnad.).

Peysurnar sem um ræðir eru:  

í fullorðinsstærðum heita þær Vík heather gráar að lit og munu félagsmenn geta fengið þær á krónur 9.800,-

í barnastærðum heita þær Loki heather eru gráar að lit og munu börn í félaginu (16 ára og yngri) geta fengið þær á krónur 2.500,- (ath að veittur verður systkina afsláttur).

kv.

Stjórnin

Fyrirhugað mót

Fyrirhugað er að halda 4-gangs og 5-gangsmót sunnudaginn 28. maí.

Það yrði keyrt með einum dómara og einum keppnisflokk.

Nánar auglýst síðar.

 

Mótanefnd

Æfingamót 28.05.17

Æfingamót Hrings

Mótanefnd Hestamannafélagsins Hrings ætlar að halda æfingamót á sunnudaginn 28 maí 2017.

Keppt verður í fjórgangi V1 og fimmgangi F1.

Að þessu sinni verða ekki leyfðar fleiri en 2 skráningar á hvern knapa í hvorri grein.

Dómari verður Birgir Árnason og hefst mótið kl 14:00

Skráningargjald er 1.500 kr á hest og skal greitt á mótsstað. (enginn posi)

Skráningu skal senda á felix@norfish.is fyrir kl 20:00 föstudaginn 26 maí n.k.

 

Mótanefnd Hrings

Firmakeppni 2017 úrslit

Hringur vill þakka öllum þeim fyrirtækjum sem styrktu félagið með firmaskráningum, einnig þökkum við starfsmönnum og keppendum fyrir þátttökuna.  Hér koma úrslit firmakeppni Hrings.

16 ára og yngri

1. Vigdís Sævaldsdóttir  á Goða keppti fyrir Tréverk

2. Steinunn Birta Ólafsdóttir á Þresti  keppti fyrir Steypustöð Dalvíkur

3. Urður Birta Helgadóttir á Grána  keppti fyrir Vélvirki

4. Daði Þórsson á Agli    keppti fyrir Landsbankann

5. Þórey Steingrímsdóttir á Hulu  keppti fyrir Gísla,Eirík og Helga

Kvennaflokkur

1. Ólöf Antonsdóttir á Gildru  Keppti fyrir Tommuna

2. Brynhildur Jónsdóttir á Ásaþór  keppti fyrir Fiskmarkað Norðurlands

3. Elín María Jónsdóttir á Björk   keppti fyrir Flæði pípulagnir

4. Elsa Antonsdóttir á Ómari   keppti fyrir Basalt Cafe/bistro

5. Vigdís Anna Sigurðardóttir á Hrefnu  keppti fyrir Ílit

 

 

Karlaflokkur

1. Hjörleifur Sveinbjarnarson á Gígju  keppti fyrir Samherja

2. Svavar Örn Hreiðarsson á Eldey  keppti fyrir Kjörbúðina

3. Kristinn Ingi Valsson á Brynjari  keppti fyrir Vegamót

4. Steinar Steingrímsson á Sprengju  keppti fyrir BHS bílaverkstæði

5. Þorsteinn Hólm Stefánsson á Jöru   keppti fyrir Hauganeshesta

 

Besta frammistaða mótsins og handhafi farandsbikars

Hjörleifur og Gígja sem kepptu fyrir Samherja.