Stóðhestar á vegum Hrossar.félags Svarfaðardals og nágr.

Stóðhestar á vegum Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágr. sumarið 2014.

Álmur frá Skjálg verður 10.06 – 20.07 í hólfi að Hellu. Verð á tolli með girðingargjaldi, einni sónarskoðun og vsk er kr. 81.500.-

Vilmundur frá Feti verður 20.07 – 10.09 í hólfi að Þverá. Verð á tolli með girðingargjaldi, einni sónarskoðun og vsk er kr. 105.000

Við skráningum tekur Þorvaldur Hreinsson á netfangið hringverskot@gmail.com eða í s 8669077

Aðalfundur hrossaræktardeildar

Aðalfundur Hrossaræktardeildar Svarfaðardals og nágrennis verður haldinn í Hringsholti þriðjudaginn 26. mars n.k. kl. 21.00

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar
3.Ársreikningar
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar samkvæmt 7. grein.
6. Kosnir tveir skoðendur reikninga samkvæmt 7. grein.
7. Önnur mál.

Stjórnin. (smellið á lesa nánar)

Register to read more...

Haustfundur HEÞ og ræktunarbú -Uppfærð

Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í Hlíðarbæ fimmtudaginn 29. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST fjallar um áverka á keppnishrossum og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið í hrossaræktinni. Á fundinum verður tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins á félagssvæðinu. (smellið á nánar hér hægra megin til að sjá nánar um dagskrá fundarins)

Register to read more...

Fundir um málefni hrossaræktarinnar

Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.

febrúar
mánudaginn 18. febrúar. Hlíðarbæ, Eyjafirði.

þriðjudaginn 19. febrúar. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki.

miðvikudaginn 20. febrúar. Gauksmýri, V-Hún.
mánudaginn 25. febrúar. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.

þriðjudaginn 26. febrúar. Reiðhöllinni, Víðidal, Reykjavík.

mars
mánudaginn 4. mars. Gistihúsinu, Egilsstöðum.
þriðjudaginn 5. mars. Mánagarði, Hornafirði.
Fimmtudaginn 7. mars. Ásgarði, Hvanneyri.

Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur.

Haustfundur hross svarf. og ngr.

Frétt fengið af www.jardbru.com

Á haustfundi í Hrossaræktarfélagi Svarfaðardals og nágrennis sem haldinn var í vikunni sem leið var ræktendum veitt verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin á svæðinu. Ás Eyfjörð (A.eink.8,02) frá Bakka var hæst dæmdi stóðhesturinn í fjögurra vetra flokki og Dís (A.eink.8,09) frá Dalvík var hæst dæmda hryssan í fimm vetra flokki. Á myndunum má sjá Dodda taka á móti verðlaunum fyrir hönd Þórs Ingvasonar og Rafn Arnbjörnsson taka á móti verðlaunum fyrir sína hryssu. Á fundinum var einnig samþykkt að taka fjögurra vetra gæðinginn Kolskegg frá Kjarnholtum (A.eink.8,21) á leigu fyrir seinna gangmál næsta sumar, en hann er undan Kvisti frá Skagaströnd (A.eink.8,58) og Heru frá Kjarnholtum (A.eink.7,75).

Register to read more...