Folaldasýning 3. janúar 2010.

Nú hefur verið ákveðið að hin árlega folaldasýning verði í Hringsholti þann 3. janúar kl.13.30. Skráning þarf að berast á netfangið halldor@rimar.is fyrir Þorláksmessu. Einnig verður boðið upp á sýningu ungfola á aldrinum 1-4 vetra. Senda skal nafn eiganda, nafn á folaldi, lit og nöfn foreldra.

Viðurkenningar fyrir ræktunarárangur

Á félagsfundi Hrossaræktarfélags Svarfaðardals og nágrennis sl. föstudagskvöld voru veittar viðurkenningar fyrir árangur í ræktun á árinu. Veitt voru verðlaun fyrir hæst dæmdu hrossin í hverjum flokki. Baldur Þórarinsson sem fékk viðurkenningu fyrir tvö hross. Annars vegar fyrir 5 vetra stóðhestinn Íslands-Blesa frá Dalvík og fyrir 6 vetra hryssuna Svörtusól frá Dalvík. Friðrik Þórarinsson fékk viðurkenningu fyrir 4 vetra hryssuna Eik frá Grund og Þorsteinn Hólm fékk viður kenningu fyrir 5 vetra hryssuna Tinnu frá Jarðbrú.