Gæðingamót og úrtaka 2012

Gæðingamót Hrings var haldið við góðar aðstæður á Hringsholtsvelli í dag 2.júní 2012. Mótið var jafnframt úrtaka fyrir LM sem fram fer í Reykjavík um mánaðarmót. Hér fyrir neðan er að sjá úrslit mótsins.

Register to read more...

Skeiðleikar Hrings 2012 Úrslit

Í kvöld (fimmtudag 3.maí) fóru fram Skeiðleikar Hrings. Keppt var í 100 og 150 metra skeiði og boðið var upp á tvo flokka. Annars vegar voru það vanir knapar og hins vegar óvanir knapar. Þátttaka var góð en um 30 voru skráðir til leiks. Mótið telur í stigakeppni mótarðar skeiðfélagsins Náttfara.

Veðrið var gott og allar aðstæður því hinar bestu. Töluvert var að áhorfendum sem skemmtu sér vel. Þetta er nýung hjá okkur en án efa eitthvað sem skemmtilegt væri að halda áfram með, enda kappreiðar hin besta skemmtun. 

Verðlaun í mótið voru gefin annars vegar af LÍFLAND Akureyri (100m skeið) og hinsvegar gáfu Ásbjörn Ólafsson og Rósberg Óttarsson verðlaun í 150m skeið.

Úrslit úr mótinu voru eftirfarandi:

Register to read more...

Firmakeppni Hrings - Úrslit.

Mánudagskvöldið 30.apríl sl. var firmakeppni Hrings haldin á Hringholtsvelli. Aðstæður voru frekar erfiðar, en mikið rok var á staðnum með tilheyrandi fjúki. Góð þátttaka var í mótinu, en keppt var í þremur flokkum Barnaflokki (16 ára og yngri) Kvennaflokki og Karlaflokki. Það vakti athygli áhorfenda hversu stór hópur barna tók þátt en rúmlega 20 börn voru skráð til leiks og stóðu sig með stakri príði við þessar erfiðu aðstæður. 15 karlar voru skráðir og 6 konur. Mótanefndin vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tóku þátt í mótinu, en í ár var metþáttaka fyrirtækja bæði úr sveitarfélaginu sem utan. 

Við munum reyna að koma inn myndum eins flótt og þær berast.

Úrslit mótsins voru eftirfarandi.

Register to read more...

Páskamót Æskulýðsnefdar.

Í dag fór fram seinna æskulýðsmótið, keppt var í pollaflokki, barnaflokki (þrígang) og unglingaflokki (fjórgang og tölt) Þátttaka var nokkuð góð og krakkarnir vel ríðandi. Að lokinni keppni var boðið upp á kaffi, kakó og bakkelsi. Þegar allir höfðu gætt sér á gómsætum kökum var tekið á því með smá sprelli í reiðhöllinni þar sem m.a var hlauið pokahlaup og fleira. Úrslit mótisins eru hér fyrir neðan, smellið á nánar.

Register to read more...

Æskulýðsmót - Hringsholti

Í dag 16. mars var haldið fyrsta æskulýðsmót vetrarins af tveimur. Mótið var vel sótt og greinilegt að barnastarf félagsins er að skila góðum árangri. Keppt var í pollaflokki, barnaflokki (þrígangi) og uglingaflokki (fjórgangi). Mótið tókst vel í alla staði og eru úrslit mótsins eftirfarandi. Smellið á nánar.

Register to read more...

Glæsilegu Ísmóti 2012 lokið.

Það var fallegt um að litast á Hrísatjörninni í dag, blankalogn, -1 gráða og sól á köflum. Hestar, knapar og áhorfendur skemmtu sér við frábærar aðstæður og mótið gekk mjög vel í alla staði. Mótanefndin vill þakka öllum þeim er lögðu leið sína á svellið og þá sérstaklega knöpunum sem stóðu sig afburða vel. Það er mikilvægt að þegar slík mót eru haldin að allt gangi smurt og þá þurfa allir að hjálpast að og þannig var það í dag. Þá viljum við einnig þakka styrktaraðilum mótsins sem voru Lífland og Húsasmiðjan sem hafa stutt okkur myndarlega við mótahald undanfarin ár, og erum við mjög þakklátir fyrir þann stuðning.

Fleiri myndir og myndbönd frá mótinu verða sett á síðuna á næstu dögum svo fylgist með, neðst á síðunni (eftir að smellt er á nánar) er hægt að sjá smá samantekt af mótinu í dag.

Úrslit dagsins voru eftirfarandi:

Register to read more...