Gæðingamót og úrtaka 2011

Gæðingamót Hrings og úrtaka fyrir LM 2011 var haldið á Hringsholtsvelli  í dag við góðar aðstæður. Góð þátttaka var í mótið en að mótinu komu bæði Glæsis og Gnýfaramenn sem nýttu mótið einnig sem úrtökumót hjá sér. Úrslit er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Read more: Gæðingamót og úrtaka 2011

Glæsilegu Ísmóti lokið

Smellið á til að sjá stærri

Í dag var haldið Ísmót á Hrisatjörn, þátttaka var ágæt, en um 30 skráningar voru í mótið, 23 í Tölt og 7 í Skeið. Aðstæður á tjörninni voru frábærar, og veður hagstætt. Logn sól og hiti rétt yfir frostmark. Mótið var styrkt af Lífland og Húsasmiðjunni, en fyrirtækin gáfu nytjaverðlaun fyrir 5 efstu sætin í Líflandstölti og 3 efstu sætin í Húsasmiðjuskeiði. Þökkum við styrktaraðlium fyrir þeirra raustnarlega framlag. Einnig þökkum við knöpum og áhorfendum fyrir komuna. Úrslit mótsins má sjá hér fyrir neðan (smellið á nánar) sem og smá myndbandsbút, fleiri video munu koma inn á síðuna í vikunni. Sjáumst að ári á ísnum.

Mótanefnd Hrings.

Read more: Glæsilegu Ísmóti lokið