Reiðgerði

Á haustfuni hestamannafélagsins 2009 var samþykkt að gjald skyldi tekið fyrir notkun á reiðgerði/reiðhöll í Hringsholti. Lagt er upp með að gera þetta á eins einfalt og þægilegt fyrir alla aðila. Ástæða gjaldtöku er sú að reiðgerðið er stór útgjaldaliður hjá félaginu og þótti kominn tími til að klára það sem oft hefur verið rætt en aldrei komið í verk.

Það er mikilvægt að félagsmenn átti sig á því að þjónusta við gerðið verður sú sama og verið hefur, þ.e. við þurfum sjálf að verka upp eftir okkur og ganga vel frá, þessi gjaldtaka er aðeins til að koma til móts við þann kostnað sem það kostar að reka þessa aðstöðu í þeirri mynd sem hún er í dag og almennt viðhald. Komi til þess að umgengni versni, þannig að meiri vinna leggist í að halda aðstöðunni í nothæfu formi, getur það kostað okkur töluvert meira. Því er það okkar allra hagur að vel sé gengið um og að öllum ábendingum um hluti sem lagfæra þurfi eða er ábótavant sé komið til stjórnar eða mannvirkjanefndar.

Verðskrá og listi yfir notendur er hægt að sjá hér hægra megin á síðunni.