Íþróttamaður Hrings 2015

Published on Sunday, 15 November 2015 


Íþróttamaður ársins 2015:
   Anna Kristín Friðriksdóttir með 497 stig

Knapi ársins 2015: 
   Bjarki Fannar Stefánsson

Hringsfélagi ársins 2015:
    Erró frá Dalvík

Framfaraverðlaun ársins 2015:
    Ólöf Antonsdóttir


Hringsfélagi 2015
Þetta árið ákváðum við að bregða út af vananum í vali á Hringfélaga ársins. Sá sem hlítur þennan titil hefur svo sannarlega unnið sín verk vel og slegist er um að “fá” hann í vinnu, hann er kominn nokkuð á efri ár, er fæddur 1997 og heitir Erró frá Dalvík, eigandi hans í dag er Sveinbjörn Hjörleifsson.  Erró hefur unnið vel fyrir Simba bæði í reiðskólanum og í hestaleigunni, allir vilja og geta riðið honum og hann hefur einnig verið vinsæll í atriðum á Æskan og hesturinn; hann er sennilega sá hestur sem flestar ferðir hefur farið hér í kringum húsin.  Og vil ég biðja Sveinbjörn umn að taka á mót þessari viðurkenningu fyrir hönd Errós þar sem hann gat ekki mætt.

Knapi ársins 2015
Þessi knapi hefur verið afar duglegur að keppa á þessu ári og tekið gífurlegum framförum og náð frábærum árangri. Má þar m.a. nefna  2 sæti bæði í unglingaflokki og einnig Tölti unglinga á Fjórðungsmóti Austurlands á Egilsstöðum, þar sem hann keppti á Dúkkulísu frá Þjóðólfshaga. Á Stórmóti Hrings varð hann í 4. sæti í 4-gangi unglina, þá einnig á Dúkkulísu og svo 4. sæti Tölti ungl. á Adam frá Skriðulandi. Á unglinga Landsmóti UMFÍ varð hann í 1. sæti í Tölti á Væntingu frá Hrafnagili og í 4-gangi 4. sæti á Þyt frá Narfastöðum, þetta er bara brot af þeim árangri sem hann náði á árinu. En fyrir ykkur sem ekki eruð búin að átta ykkur á hver þetta er þá heitir hann Bjarki Fannar Stefánsson.

Framfaraverðlaun Hrings 2015
Þetta er ungur knapi sem hefur verið að standa sig vel, hann hefur þjálfað og æft hest sinn sjálfur og saman hafa þau vaxið og lært undirstöðu atriði í reiðmennsku og keppni. Á þessu ári hefur þessi knapi náð því að vera inn á topp 30 lista Sportfengs í bæði Tölti og 4-gangi í sínum flokki og hefur bætt fyrri einkunnir sínar verulega. En þetta er Ólöf Antonsdóttir.

 Íþróttamaður Hrings 2015
Anna Kristín Friðriksdóttir er íþróttamaður Hrings 2015 og er þetta í 5 skiptið á 6 árum sem hún hlítur þennan titil. Anna Kristín hefur skarað fram úr á keppnisvellinum, árangur hennar hefur verið frábær undanfarin ár og þar varð ekki breyting á þetta árið. Bak við þennan árangur er mikil vinna sem krefst strangs aga og áhuga á íþróttinni. Helst ber að nefna árangur Önnu Kristínar og Glaðs en þau eru par sem er í fremstu röð landsins. 

Árangur Önnu Kristínar á keppnisárinu er m.a.:

Glaður frá Grund
Fjórðungsmót Austurlands:            Tölt ungmenna             2 sæti
Fjórðungsmót Austurlands:            Ungmennaflokkur        3 sæti
Íslandsmót                          4-gangur                     2-3.sæti   
KS deildin                           Tölt                              4.sæti
Stórmót Hrings                   Tölt ungmenna 1 sæti  7,17 sem 2 sæti á Sportfeng í Tölt T-3
Stórmót Hrings                   4-gangur ungm.           1 sæti  6,83 eftir forkeppni  en hún mætti á Brynjari í úrslit

Brynjar frá Hofi
Skagf.mótaröðin                 4-gangur                     1 sæti

 Þess má geta að á síðustu 20 árum hafa þrír aðilar hlotið þennan titil.