Íþróttamaður Hrings 2017

Published on Sunday, 05 November 2017 07:09

íþróttamaður 2017Íþróttamaður Hrings 2017 
Svavar Örn Hreiðarsson er íþróttamaður Hrings 2017 með 520 stig og er þetta í annað skiptið sem hann hlítur þennan titil. Svavar Örn hefur verið í fremstu röð á kappreiðarbrautinni undanfarin ár og sló ekki slöku við þetta árið enda var markmið hans að komast á HM í Hollandi með Heklu frá Akureyri og þangað komst hann þó leiðin hafi ekki verið bein né greið. En veltan sem þau tóku saman Svavar og Hekla er fyrir löngu orðin heimsfræg. Besti tími ársins hjá Svavari í 100 mtr Flugskeið var á Heklu 7,25 sec  einnig náði hann góðum árangri á Flugari sem var 7,78  sek. 250 mtr Skeiði á Svabbi best á árinu 22,68 sec á Heklu og á Þyrli var besti tíminn 23,71  sek.
Á stöðulista FEIF eru Svavar og Hekla í 2 sæti með meðaltímann 7,45sec (KVS 7,40)
Árangur Svavars Arnar á keppnisárinu er m.a.:
10 sinnum lenti hann í fyrsta sæti
9 sinnum í öðru sæti  og
5 sinnum í þriðjasæti og eitt af því var á HM
Þess má geta að á Mývatn open ísmótinu var Svabbi með þrjú hröðustu hrossin en þar er mældur hámarkshraði hestsins á skeiðsprettinum og þar fór Hekla á 45km, Jóhannes Kjarval á 43km og Flugar á 42km.

Hringsfélagi ársins 2017:
Guðrún Erna Rúdolfsdóttir
Það er nú svo að þennan titil eiga margir skilið að fá, bæði úr þeim hópi sjálfboðaliða sem hafa unnið fyrir félagið í gegnum árin og gert það að því félagi sem það er og eins úr þeim hópi sem vinnur fyrir félagið í dag og viðheldur góðum orðstýr félagsins og jafnvel bætir þann orðstýr enn meir.  Það er ekki auðvelt að ákveða hver hljóti þennan titil þegar margir eiga hann skilið en stjórnin komst að niðurstöðu og sú manneskja sem við völdum að heiðra hér í dag hefur unnið mikið og vel í mörg ár fyrir félagið og hefur starfað hér í nefndum og setið í stjórn og meira að segja verið formaður félagsins og með þessum viðurkenningar votti viljum við þakka henni fyrir þau störf.

íþróttamaður 2017Knapi ársins 2017:   Svavar Örn Hreiðarsson  
Þessi knapi hefur toppað þann árangur sem nokkur annar Hringsfélagi hefur náð.  Hann gerði sér lítið fyrir og komst í Íslenska landsliðið og keppti á HM 2017 og til að toppa það alveg þá komst hann þar á verðlaunapall.
Sýning ársins 2017:    Stefán Friðgeirsson & Dagur.
Hér ætlum við að verðlauna einn knapa fyrir sýningu ársins eða jafnvel má segja að við séum að verðlauna hestinn fyrir þá sýningu.  Þessi sýning kom flestum í opna skjöldu fyrir það hvað bæði hestur og knapi voru í góðu formi og held ég að hún hafi komið knapanum sjálfum hvað mest á óvart.  Ég er hér með vísu sem ort var fyrir mörgum árum (sennilega 10 árum 60 ára afm.Stebba) en á enn vel við og ég ætla að fara hér með en hún er eftir HBR.
Þegar keppir karlinn sá
klár með töltir H/hringsins lag
þá hann Stebbi alltaf á
ákaflega góðan D/dag.

Sýning ársins hjá Hring, unglömbin Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði  A-flokkur gæðinga og einkunin 8,66.