1. Að efla þekkingu ungra knapa á hestinum í samræmi við aldur og þroska.
2. Að gera hestamennsku aðgengilega fyrir sem flesta óháð efnahag, uppruna eða félagslegra aðstæðna.
3. Að kostnaður iðkenda sé haldið í lágmarki.
4. Að halda áfram að efla barna- og unglingastarfið með fjölbreyttum og skapandi leiðum.
5. Að hvetja unglinga og ungmenni til keppni með því að skapa þeim góðar aðstæður og tryggja þeim kennslu og stuðning reiðkennara.
6. Að hvetja unga knapa til almennra útreiða.
7. Að efla samveru milli kynslóða á skemmtilegan og uppbyggilegan hátt.
8. Að efla útivist og þekkingu á náttúrunni.
9. Að efla þekkingu knapa á öryggismálum í hestamennsku.
10. Að gefa börnum og unglingum tækifæri til að mynda jákvæð tengsl og traust við hesta og efla með því tilfinninga-, félags- og hreyfiþroska.