Í norður enda Hringsholts er lítil reiðhöll sem Hmf. Hringur rekur.
Umgengnis og vinnureglur:
1. Hjálmaskylda er í reiðgerðinu.
2. Látið vita af komu ykkar áður en komið er inn á svæðið.
3. Fetgang skal ríða á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegundum á ytri sporaslóð.
4. Tvær hestlengdir skulu ávalt vera á milli hesta.
5. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera það á innstu sporaslóð, nema samkomulag sé um annað þegar fleiri eru inná svæðinu.
6. Í hringtaumsvinnu skal ávalt passa að trufla ekki aðra hesta með köllum eða notkun písks.
7. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa/hesta.
8. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
9. Knapar skulu sína kurteisi og tillitssemi og forðast óróa og hávaða.
10. Ekki má hafa lausa hesta á svæðinu á meðan á þjálfun stendur.
11. Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur til er á eigin ábyrgð.
12. Það er stranglega bannað að skilja eftir hesta á svæðinu.
13. Lausaganga hunda er bönnuð á svæðinu.
14. Öllum notendum ber að verka upp skít eftir sín hross eftir notkun.