Íþróttamaður Hrings 2019

Svabbi2019Svavar Örn er með 23 skráningar með árangri og hefur hann sérstaklega verið að keppa í skeiðgreinunum og er hann með árangur á 6 hrossum. Hann sigraði A-flokk Hrings á Sprota frá Sauðholti og náði þar einkuninni 8,62. Á skeiðbrautinni náði hann bestum árangri með Skreppu frá Hólshúsum í 100m skeiði 7,75 sek. Sjö sinnum náði hann fyrsta sæti, tvisvar öðru sæti og þrisvar þriðja sæti.

Svavar Örn Hreiðarsson er íþróttamaður Hrings 2019 með 420,27 stig.

 

 

 

 

 

 

Knapi Hrings 2019   Bjarki Fannar var  mjög duglegur á keppnisbrautinniBjarki2019 er með 17 skráningar með árangri þar má geta þess að á Þyt frá Narfastöðum náði hann 7,05 í Tölti T1. Bjarki Fannar vann Æskulýðsdeild Léttis og var fimmti í stigakeppni Léttismótaraðarinnar.

 

 

 

Villi2019

 

 

 

 

Hringsfélaginn 2019 var valinn Anton Hallgrímsson,  sérstaklega fyrir alla þá vinnu sem hann hefur lagt félaginu til ásamt Ferguson 35X. En þeir félagar hafa verið duglegir í snjóblæstri og slætti á og við reiðvegi félagsins bæði beðnir og óbeðnir.