Einkunn úr forkeppni er til útreiknings, sé knapi í úrslitum bætast þau stig við samkvæmt töflu.
Skeiðknapar fá einkunn útfrá tíma, sé knapi í einu af fimm efstu sætum bætast við „úrslitar“ stig samkvæmt töflu, en knapar fá einungis stig fyrir sæti fyrir einn árangur á hverju móti í sömu grein.
Þ.e. einn hestur í grein eins og í hringvallargrein þar sem knapi er einungis með einn hest í úrslitum.
Mikilvægt er að knapar haldi utan um alla þátttöku á mótum, ekki einungis úrslit þar sem einkunn úr forkeppni gefur stig til útreiknings. Sjá sýnishorn:
4-gangur eink.fork. 7,1 A-úrslit 1. Sæti 7,1+20 = 27,1 stig
5-gangur eink.fork. 6,8 nei = 6,8 stig
5-gangur 2.fl eink.fork. 5,2 A-úrslit 1. Sæti 5,2+10 = 15,2 stig
100m skeið 9,7 sec 1. Sæti 3,8+20 = 23,8 stig
100m skeið 7,4 sec 3.sæti 7.8+16 = 23,8 stig
Skeið útreikningur: ( 12- tími : 0,6 = einkunn 12-9,7=2,30 : 0,6 = 3,8) þó aldrei minna en 0 eða meira en 10.