Afmælishátíð Hrings!
Hestamannafélagið Hringur varð 60 ára þann 16 júní síðastliðinn og í tilefni þess ætlar félagið að slá til fjölskylduskemmtunar á gamla keppnisvellinum á Tungunum!
Þetta er skemmtun fyrir alla aldurshópa, hvort sem fólk kemur með hest eða ekki!
Við ætlum að hefja leika kl 15.00!
- Pokahlaup
- Hindrunarstökk
- Bjór/vatnsreið
- Stökk kappreiðar
- Naglaboðhlaup – með og án hesta!
Svo verður þessu slúttað með grilli í Tungurétt!
Við hvetjum félagsmenn sem og aðra hestaunnendur til að mæta og eiga glaðan dag.
Það verður sett upp hólf á tungunum fyrir þá sem koma með hesta og er allt í boði Hestamannafélagsins Hrings.
Við biðjum ykkur um að skrá þátttöku á facebook síðu félagsins