Kæru félagar
Þar sem Covid 19 smit eru talsvert mörg hér í okkar litla samfélagi þurfum við að loka reiðhöllinni okkar til 17. nóvember líkt og allstaðar á landinu.
Þessi frétt er á heimasíðu Landssambands Hestamannafélaga:
Skv. nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir í sóttvörnum er allt íþróttastarf óheimilt frá 31. október til 17. nóvember nk.
Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar, án snertingar, eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Sundlaugar verða jafnframt lokaðar á sama tímabili.
Skv. tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir hestamannafélaga vera lokaðar á þessum tíma eins og golfvellir og önnur íþróttamannvirki. Einungis er heimilt að stunda einstaklingsbundnar æfingar án snertingar utanhúss. Í svari sóttvarnarlæknis til íþróttahreyfingarinnar segir „núverandi ástand kallar á harðar aðgerðir og því mikilvægt að enginn reyni að túlka reglur með þeim hætti að hann sé undanþeginn“.
Einnig viljum við hvetja hesthúseigendur til að nota ekki sameiginlega innganga í hesthúsið nema nauðsynlegt sé. Notum innganga beint inn í hvert hesthús.
Hlýjar kveðjur
Stjórn Hrings