Uppskeruhátíð Hrings 2021 var haldin að Rimum í Svarfaðardal laugardaginn 6. nóvember og heppnaðist með miklum ágætum. Þar komu hestamenn saman borðuðu góðan mat og skemmtu sér saman. Hrossaræktarsamband Svarfdæla veitti viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin síðastliðið sumar. Kjöri á Íþróttamanni Hrings var lýst og var Rúnar Júlíus Gunnarsson hlutskarpastur þar. Ásamt honum fengu tveir aðrir knapar viðurkenningu fyrir góðan árangur á keppnistímabilinu en þeir voru Anna Kristín Friðriksdóttir og Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson. Stjórn Hrings þakkar þeim sem komu að uppskeruhátíðinni og hestamönnum fyrir skemmtilegt kvöld.