Lilja valin formaður Hrings

Aðalfundur Hmf. Hrings var haldinn í gærkvöldi í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík.
Kosningar fóru fram og Þar varð valinn formaður Lilja Guðnadóttir og Elín María Jónsdóttir inn í aðalstjórn.
Fráfarandi þær Lilja Björk og Bergþóra gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn.
Hjörleifur Sveinbjarnarson gaf kost á sér áfram sem varamaður í stjórn og Þórir Áskelsson var kosinn varamaður í stjórn.
Stjórn Hmf. Hrings nú er:
Lilja Guðnadóttir             formaður.
Sævaldur Jens Gunnarsson
Brynhildur Heiða Jónsdóttir
Þorsteinn Hólm Stefánsson
Elín María Jónsdóttir

Þórir Áskelsson                                varamaður
Hjörleifur Sveinbjarnarson          varamaður

Endurskoðendur voru kosnir Skarphéðinn Pétursson og Guðmundur Kristjánsson.

Ég vil nota hér tækifærið og þakka öllum félagsmönnum fyrir samstarfið undanfarin ár og óska nýrri stjórn velfarnaðar og gæfu í störfum sínum.
Lilja Björk Reynisdóttir fráfarandi formaður