Góðan daginn Hringsfélagar
Það hefur ekki farið framhjá neinum þær hamfarir sem átt hafa sér stað á landinu öllu og ekki síst hér í byggðarlaginu.
Björgunarsveitin á Dalvík hefur verið að störfum í rúma þrjá sólahringa og margir þar orðnir þreyttir.
Ástandið er ekki gott í sveitinni og þar eru skepnur sem ekki hefur verið hægt að sinna sem skildi og nú er verið að safna fólki til að aðstoða Björgunarsveitina í því.
Ef einhverjir úr okkar röðum eru tilbúnir að fórna smá tíma í dag við aðstoð á þessu verkefni þá vil ég biðja ykkur um að hafa samband við mig með tölvupóst, sms eða símtali.
hringurdalvik@hringurdalvik.net og/eða 848 4728.
Og þarf ég helst að fá að vita hverjir gætu komið að þessu fyrir kl 13:00 í dag.
Felix Felixson mun verða hópstjóri fyrir okkur og vera í sambandi við Björgunarsveitina og þá aðila sem gefa kost á sér þegar tímasetning verður komin.
með bestu kveðju,
Lilja Björk Reynisdóttir
form. Hrings