Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið í Hringsholti helgina 1-2 mars kennari verður Þorsteinn Björnsson.
Þorsteinn er menntaður reiðkennari og hefur starfað við Hólaskóla frá 2008, hann var valinn reiðkennari ársins hjá LH 2023.
Lagt er upp með að tímarnir séu einkatímar og hver tími er 40 mín.
Verð er krónur 28.000,- fyrir félagsaðila, ein kennslustund á laugardegi og ein á sunnudegi, svo væri möguleiki á aukatíma ef ekki verður fullt á námskeiðið.
Skráning fer fram á Sportabler.com skráningarfrestur er til kl 20:00 Þann 27.feb.
ATH flest stéttarfélög veita styrki út á reiðnámskeið. Ef ykkur vantar nánari upplýsingar þá hafið samband við Bjarghildi í síma 866 5910 eða á netfangið bis@simnet.is
Boðið verður uppá léttan hádegisverð fyrir þá sem eru á námskeiðinu
Ferða og fræðslunefnd