Reiðnámskeið með Önnu Kristínu

Helgina 31. janúar - 2. febrúar verður Anna Kristín með reiðnámskeið í Hringsholti. Kenndir verða 45 mínútna einkatímar og í boði verða einn eða tveir tímar eftir vali hvers og eins. Verð er 8000kr á hvern einkatíma eða 16000kr fyrir tvo.
Námskeiðið er hugsað bæði fyrir börn og fullorðna. Skráning fer fram á https://www.sportabler.com/shop/hringur fyrir 30.janúar. Nánari upplýsingar hjá Önnu Kristínu í síma 8677635.