Stórmót Hrings
Nú er komið að hinu árlega Stórmóti Hrings. Mótið verður haldið á Hringsholtsvelli helgina 20.-22. ágúst n.k. en reiknað er með að einhverjar greinar verði á föstudeginum.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Tölt (T1) Opinn flokkur Meistaraflokkur, Tölt (T3) Opinn flokkur 2. flokkur, ungmennaflokkur, unglingaflokkur og barnaflokkur Tölt (T2) Opinn flokkur.
Fimmgangur (F1) Opinn flokkur Meistaraflokkur, Opinn flokkur 2. flokkur (F2) ungmennaflokki og unglingaflokki
Fjórgangur (V1) Opinn flokkur Meistaraflokkur, Opinn flokkur 2. flokkur (V2), ungmennaflokki, unglingaflokki og barnaflokki
100m skeið 150m skeið 250m skeið
Gæðingaskeið
Það verður rafræn tímataka.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur skráningu á miðnætti þriðjudagskvöldið 17.ágúst Skráningargjöld skulu greidd inn á reikning félagsins og send staðfesting á netfangið hringurmotanefnd@gmail.com skýring: Mótagjald. Skráningargjöld eru: Fimmgangur, fjórgangur, tölt og gæðingaskeið: 4.000 pr.hest 100, 150 og 250 metra skeið: 3.500 pr.hest. Frítt fyrir keppendur í barnaflokki. Upplýsingar vegna greiðslu skráningargjalda: Kennitala félagsins: kt. 540890-1029 Reikningsnúmer: 1177-26-175 .
Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður flokka eða sameina við aðra ef þátttaka er ekki næg. Nánari dagskrá verður kynnt þegar líður nær móti.
Miðað við núverandi sóttvarnaraðgerðir teljum við okkur geta haldið mótið en við biðjum fólk að fylgjast vel með tilkynningum frá okkur ef til þess kemur að sóttvarnaryfirvöld herða á reglum með skömmum fyrirvara. Einnig biðjum við þátttakendur og gesti að passa vel upp á persónulegar smitvarnir og mælum með að allir séu með rakningarappið virkt hjá sér. Eins er vinsamleg ábending frá mótanefnd að gestir og þátttakendur takmarki umgang um hesthúsin, fari ekki á milli húsa að óþörfu og virði það ef einhverjir hesthúseigendur vilja ekki taka á móti gestum.
Mótanefnd