Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Hrings verður haldin laugardaginn 6. Nóvember 2021 að Rimum í Svarfaðardal
Húsið opnar kl: 18:30 og hefst borðhald kl: 19:00
Veitingahúsið Norður sér um þriggja rétta máltíð
og er miðaverðið aðeins 5000 kr á félagsmann og 6500 fyrir aðra.
Við skráningu taka: Þórir GSM 699-2099, Lilja GSM 895-1047 og Kristinn Ingi á netfangið hauganeshestar@gmail.com. Skráningu skal lokið fyrir miðvikudaginn 3. nóvember
Veislustjóri verður Krisinn Ingi Valsson (Dandi)
Kjöri á Íþróttamanni Hrings verður lýst og viðurkenningar veittar. Hrossaræktarfélagið verður með sína árlegu verðlaunaafhendingu.
Ekki verður bar á staðnum og verða veislugestir að koma með eigin veigar með matnum.
Tökum nú fram sparigallan, fögnum og njótum í góðum félagskap.
Stjórn Hrings