Kæru félagar
Val á íþróttamanni Hrings að þessu sinni verður í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum sem samþykktar voru á aðalfundi félagsins í vor. Reglurnar er hægt að finna hér á heimasíðu félagsins undir linknum um félagið/viðurkenningar/reglur um val íþróttamanns Hrings. Þeir knapar sem vilja taka þátt í kjörinu að þessu sinni eru beðnir um að senda upplýsingar á netfangið hringurdalvik@hringurdalvik.net þar sem fram kemur árangur viðkomandi í 10 bestu mótum á árinu. Þessar upplýsingar þurfa að berast fyrir 1. nóvember 2020.
Stjórn Hrings